Stefán Örn málarameistari

Stefán Örn Kristjánsson er eigandi 250 lita og var hann kallaður málaranörd af vinnufélögum vegna þess að hann hafði svo greinilegan áhuga á því sem að hann var að gera. Nú er meistaraprófið komið og það með miklum ágætum. Hefur hann fengið á sig þann orðstír að vera vandvirkur málari en jafnframt snöggur að því sem að hann er að gera, enda orkubolti mikill. Það sem er ennþá merkilegra er að hann gefur sér ávallt tíma til að taka til eftir daginn og ekki skilja allt í drasli eftir sig hjá sínum viðskiptavinum.

Stefán Örn málari hóf strax handa eftir að hann fékk meistararéttindin við að koma upp nýrri alhliða málningarþjónustu og fékk hún nafnið 250 Litir. En talan 250 á sér langa sögu innan fjölskyldu Stefáns.

250 Litir fór þrátt fyrir erfitt ástand í þjóðfélaginu 2011 vel af stað og er með góðan hóp af starfsfólki í fullu starfi fyrir utan Stefán Örn sjálfan.

250 Litir bjóða að sjálfsögðu  upp á vandvirkni, skilvirkni og snyrtileg vinnubrögð!

Endilega hafið samband og fáið sérlega gott tilboð frá þessum frábæra málarameistara! 🙂

 

Stoltir foreldrar!
Stoltir foreldrar við útskrift!