Málningarþjónustan 250 litir ehf.

250 Litir er málningarþjónusta sem var stofnuð árið 2011 af Stefáni Erni Kristjánssyni er hann kláraði Sveinsprófið sem Málari. Strax frá fyrsta degi hefur verkefnastaðan verið góð en Stefán Örn var nú þegar búinn að byggja upp góðan orðstýr fyrir vandvirkni og snyrtimennsku allt frá árinu 2007.
Þó svo að fyrirtækið sé ungt er það með góðan og sterkann hóp af starfsfólki og verktökum og leggur Stefán Örn mikla áherslu á að fá góða og vandvirka menn í liðið og því betra að hafa fáa en góða.

Stefán Örn leggur einnig mikla áherslu á að starfsmannaandinn sé góður í fyrirtækinu og hefur verið að bjóða starfsfólki reglulega uppá allskonar hópefli. árshátíðir, jólahlaðborð o.fl og hefur hann ráðið til sín starfsmann sem sér um viðburðastjónun fyrirtækisins ásamt öðrum verkefnum.

Stefnan hjá 250 Litum er að halda áfram að vaxa jafnt og þétt með vandvirkni og snyrtimennsku að leiðarljósi.